Búið er að opna stundatöflur nemenda og einnig fyrir rafrænar töflubreytingar. Nemendur geta fram til miðnættis sunnudagsins 7. janúar óskað eftir töflubreytingum.
Margir hópar eru fullir og því má búast við að ekki verði hægt að verða við óskum nemenda í mörgum tilfellum.
Athugið að ekki verður hægt að skipta um hópa og ef nemendur ætla að hætta við einhverja áfanga sem þeir völdu er það heldur ekki hægt. Eingöngu verður hægt að bæta við áföngum ef gat er í stundatöflu nemenda og pláss í áfanga.
Töflubreytingar verða afgreiddar eftir að lokað hefur verið fyrir töflubreytingar. Á meðan mæta nemendur í skólann samkvæmt stundatöflu á INNU.
Leiðbeiningar fyrir töflubreytingar
Stokkatafla og hvað kennt er í hverjum stokki