Í dag, 22. september eru 50 ár síðan Menntaskólinn í Kópavogi var settur í fyrsta skipti af Ingólfi A. Þorkelssyni, fyrsta skólameistara MK. Þá var nemendafjöldinn 125 en nú eru næstum tífalt fleiri nemendur í skólanum. Fyrstu árin var skólinn til húsa í álmu í Kópavogsskóla og gátu nemendur valið á milli þriggja brauta til stúdentsprófs. Nú eru 20 brautir í boði, bæði í bóknámi og verknámi auk náms í leiðsögn.
Þessum merka áfanga hefur verið fagnað í vikunni með ýmsu móti. Kópavogspósturinn tók viðtal við Guðríði Hrund skólameistara af þessu tilefni og birti myndir úr skólastarfinu, m.a. mynd af því þegar fyrsti stúdentinn fékk afhent stúdentsskírteinið sitt.
Hlekkur https://kgp.is/kopavogur/menntaskolinn-i-kopavogi-fagnar-50-ara-afmaeli-i-dag/?fbclid=IwAR222snhrMQnX3jmE72OQJCYQ-SLj5ZlB5aAhsjL3P5-F-YjMGx7vXhL0nw