Ef já og þú ert að hugsa um að velja okkur eða langar að athuga hvort við erum skólinn fyrir þig þá ætlum við að bjóða þér í heimsókn. Þér er velkomið að taka foreldra eða aðra aðstandendur með ef þér finnst það betra.
Dagurinn er 23.maí kl 14:00
Staðsetning er Bleiki salurinn (N-210) á 2. hæð í norðurenda hússins en tekið verður á móti gestum við aðalinngang.
Skráning: namsradgjafar@mk.is og taka fram fjölda.
Kynning verður á:
- Bóknámi til stúdentsprófs
- Afrekssviði
- Framhaldsskólabrú
- Matvælanámi (Grunnnámi)
- Félagslífi og menningu skólans
Að lokinni kynningu fá gestir tækifæri til að spyrja spurninga og ganga um skólann.
Námsráðgjafar MK