Matreiðslunemar taka yfir mötuneytið

Nemendur í 2. bekk í matreiðslu taka yfir mötuneytið í skólanum mánudaginn og þriðjudaginn 7.-8. apríl og sjá um að galdra fram ljúffengan hádegismat og eftirrétti fyrir nemendur og starfsmenn. Þeir munu bjóða upp á girnilega rétti sem þeir hafa sjálfir valið og útbúið og er þetta frábært tækifæri fyrir upprennandi matreiðslumenn að láta ljós sitt skína.