Nemendur í afbrotafræði fengu á dögunum heimsókn frá Helga Gunnlaugssyni, afbrotafræðingi og prófessor í Háskóla Íslands, Helgi ræddi meðal annars við nemendur um afbrotafræðina, sakamál og rannsóknir sem hann hefur unnið að í greininni. Einnig fengu nemendur hópverkefni þar sem þeir áttu að lesa um afbrot og ákveða í sameiningu hvernig refsa ætti í málinu að þeirra mati, hvernig dómara myndu dæma og almenningur.
Nemendur þurftu síðan að kynna málið fyrir öðrum nemendum í hópnum og rökstyðja þá refsingu sem þau vildu að gerandinn í málinu fengi að þeirra mati. En Helgi vinnur einmitt þessa dagana að norrænni rannsókn þar sem afstaða almennings til refsinga afbrota er skoðuð.