Nemendur í héraðsdómi
Nemendur í afbrotafræði fóru í heimsókn í Héraðsdóm Reykjavíkur fimmtudaginn 9. febrúar.
Arna Sigurjónsdóttir og Kristófer Kristjánsson aðstoðarmenn dómara tóku á móti nemendum og fræddu þau um meðferð sakamála við dóminn.
Þau ræddu meðal annars um hvernig málaferli fara fram, vitnaleiðslur og ýmislegt fleira varðandi meðferð refsimála.
Þá fengu nemendur að skoða stærsta réttarsal dómssins og skoða afdrep gæsluvarðhaldsfanga í réttinum.
Nemendur voru mjög áhugasamir um réttfar og dómsmál og voru duglegir að spyrja aðstoðarmennina um fjölbreytt málefni sem varða íslensk sakamál og dóma.