Diskósúpa í hádeginu í boði skólans

Diskósúpa
Diskósúpa

Föstudaginn 4. apríl munu nemendur í grunndeild matvæla- og ferðagreina töfra fram diskósúpu sem verður boðið upp á í mötuneyti nemenda og starfsmanna. Með þessu viljum við vekja athygli á mikilvægi þess að nýta matvæli vel og minnka matarsóun.

Talið er að um þriðjungur allra matvæla sem framleidd eru á heimsvísu fari til spillis – sem samsvarar um 1,3 milljörðum tonna á hverju ári. Matarsóun er mest inni á heimilum og benda rannsóknir hér á landi til þess að hver einstaklingur hendi að meðaltali 90 kílóum af mat á ári.

Matarsóun hefur einnig veruleg áhrif á umhverfið og er talin valda um 8–10% af allri losun gróðurhúsalofttegunda. Með því að nýta hráefni betur getum við öll lagt okkar af mörkum í baráttunni gegn matarsóun – og það er einmitt það sem nemendur skólans gera með þessari súpu.