Siðareglur í matvæla- og veitingagreinum:

Fagmaður

  1. Ber virðingu fyrir starfi sínu og ábyrgð á þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur.
  2. Gætir heiðurs og hagsmuna stéttar sinnar.
  3. Vinnur með samstarfsfólki á faglegan hátt eftir kröfum iðngreinar sinnar.
  4. Viðheldur starfshæfni sinni og eykur hana.
  5. Stuðlar að góðum starfsanda í vinnuumhverfi sínu.
  6. Sýnir samstarfsfólki sínum og öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu.
  7. Hefur í heiðri heiðarleika og nákvæmni í störfum sínum.
  8. Eflir með nemendum sem sækja nám í iðngreininni gagnrýna hugsun, virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og skapar hvetjandi námsumhverfi. Sýnir nemendum virðingu, áhuga og umhyggju og menntar nemendur.
  9. Gætir að trúnaði og þagmælsku um einkamál þeirra sem hann fær vitneskju um í starfi sínu.
  10. Hefur sterka siðferðisvitund og jafnrétti að leiðarljósi. Vinnur gegn fordómum, einelti og öðru ranglæti sem einstaklingar í umhverfi hans verða fyrir.
  11. Tekst á við kvartanir í starfsumhverfi sínu af fagmennsku og virðingu.
Síðast uppfært 24. maí 2022