Bakari bakar brauð og kökur, gerir eftirrétti og sælgæti og framleiðir skyndirétti. Hann starfar í bakaríum, kökugerðarhúsum, á hótelum og veitingahúsum, í kexverksmiðjum og sælgætisgerðum. Hann ber ábyrgð á útkomu vinnu sinnar gagnvart viðskiptavinum. Bakari vinnur í samræmi við gæðaferla um innra eftirlitskerfi vinnustaða og vinnureglur um afgreiðslu á vörum og þjónustu og almennar siðareglur. Bakaraiðn er löggilt iðngrein.
Inntökuskilyrði
Nemendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eða ígildi þess. Til að hefja nám á brautinni þurfa nemendur að vera á námssamingi í iðngrein baksturs og hafa gott vald á íslensku bæði töluðu- og rituðu máli.Til að hefja nám á brautinni þurfa nemendur að vera á námssamningi í iðngrein bakstur. Til að hefja nám á 2. hæfniþrepi í kjarnagreinum, þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða lokið fyrsta þreps áfanga í þeim greinum.
Nánar um inntökuskilyrðin
Skipulag
Bakaranám er verklegt og bóklegt samningsbundið starfsnám á 3. hæfniþrepi sem lýkur með sveinsprófi. Námið er skipulagt sem fjögurra ára 290 eininga nám. Þar af eru 200 einingar á viðurkenndum vinnustað 126 vikur og 90 einingar í skóla í þrjár annir. Námið fer fram í viðurkenndu bakaríi þar sem starfandi er meistari í bakstri með leyfi til að taka nema á námssamning.
Áfangar á brautinni
Heiti fags, (einingar) skammstöfun fags og skammstöfun áfanga með tengli í áfangalýsingu
Uppbygging námsins eftir önnum
Lokamarkmið
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að
- Vinna sjálfstætt að almennum og sérhæfðum verkefnum tengdum bakstri s.s. brauða- og smábrauðabakstur, köku- og tertubakstur, sætabrauðsbakstur, eftirréttagerð, sælgætisgerð, framleiðslu skyndirétta og kexbakstur
- Taka á móti unnu og óunnu hráefni og flokkar. Gera samanburð á nótu og þeirri vöru sem afgreidd er og gengur frá hráefnum til geymslu
- Vinna samkvæmt gæðastöðlum um innra eftirlit HACCP í bakaríum hvað varðar viðmiðunarmörk um hitastig, hreinlæti og vinnureglur um rekjanleika vöru, þjónustu og afgreiðslu á vörum
- Vinna samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum er lúta að umhverfismálum, öryggi og aðbúnaði á vinnustöðum
- Skipuleggja verkferla með tilliti til viðfangsefna, forgangsraða verkefnum og undirbúa vinnusvæði
- Vinna við vélar, tæki, áhöld og handverkfæri sem í notkun eru hverju sinni, annast umhirðu þeirra og hreinsun
- Eiga samskipti við birgja og annað samstarfsfólk eftir kröfum vinnustaðar
- Vinna í samræmi við uppskriftir og útfæra vinnsluaðferð sem á við hverju sinni ásamt hitastigi, baksturstíma o. fl.
- Leiðbeina viðskiptavinum um val á vörum í samræmi við óskir og tilefni
- Reikna út hollustu- og næringargildi helstu framleiðsluvara
- Reikna út verð á vöru og þjónustu, meta arðsemi, fullnýta hráefni og meta bakstursrýrnun á brauðvörum
- Vinna innihaldslýsingar á bakstursvörum
- Stilla upp vöru í búð og kynna fyrir neytendum og viðskiptavinum
- Tjá sig um fagleg málefni með ábyrgum hætti
- Vinna að áætlanagerð og verkefnastjórnun í bakaríum
- Starfa í samræmi við siðareglur greinarinnar
- Hefur færni í ensku, íslensku og stærðfræði sem svarar til krafna af öðru náms þrepi