Inntökuskilyrði

Nemendur sem hyggja á iðnnám í hótel- og matvælagreinum verða að hafa virka ferilbók og starfa undir handleiðslu meistara. Til að geta innritast í viðkomandi bekk þurfa nemendur að hafa lokið ákveðinni lágmarksprósentu af ferilbókinni. Þessi prósenta er mismunandi eftir iðngreinum og bekkjum. Athugið að sækja þarf um skólavist á menntagatt.is þegar nemandinn á að koma í skólann.

Ferilbókin þarf að vera útfyllt með textum, myndum og myndböndum og hver liður sem neminn hefur lokið þarf að vera samþykktur af meistara.

Aðrar reglur gilda um nemendur sem eru á pappírssamningum.

Lágmarksprósenta útfyllingar í ferilbók til að innritast í bekki:

Matreiðsla og framreiðsla

  1. bekkur: 30%
  2. bekkur: 55%
  3. bekkur: 80%

Bakstur og kjötiðn

  1. bekkur: 45%
  2. bekkur: bóklegur - ekki krafa um ákveðna prósentu ferilbókar
  3. bekkur: 80%

Nemendur verða að hafa fyllt ferilbókina 100% út, með myndum, myndböndum og textum ásamt því að láta meistara sinn yfirfara hana alla og samþykkja áður en þeir sækja um í sveinspróf. Lokafrestur til að sækja um í prófið, sem haldið er tvisvar á ári, er 1. maí og 1. desember ár hvert og mikilvægt er að ferilbókin sé tilbúin tímanlega áður en umsóknarfrestur rennur út.

Síðast uppfært 25. nóvember 2024