Framreiðslumaður vinnur sjálfstætt við framreiðslu, annast faglega þjónustu og stjórnun í veitingasal; tekur á móti gestum með viðeigandi hætti; stjórnar veisluhaldi í samstarfi við matreiðslumenn og annað fagfólk; gerir áætlanir um veitingarekstur og mannahald og velur viðeigandi framreiðsluaðferð eftir tilefni viðburða. Framreiðslumaður þjónar fjölmenningarlegum hópi gesta og leiðbeinir um val á vörum í samræmi við óskir og þarfir þeirra. Framreiðslumaður starfar í samræmi við siðareglur greinarinnar. Framreiðslumaður starfar þar sem seldar eru veitingar í atvinnuskyni. Framreiðsla er löggilt iðngrein.
Inntökuskilyrði
Nemendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eða ígildi þess. Til að hefja nám á brautinni þurfa nemendur að vera á námssamingi í iðngrein framreiðslu og hafa gott vald á íslensku bæði töluðu- og rituðu máli. Til að hefja nám á brautinni þurfa nemendur að vera á námssamningi í iðngrein framreiðslu. Til að hefja nám á 2. hæfniþrepi í kjarnagreinum, þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða lokið fyrsta þreps áfanga í þeim greinum.
Nánar um inntökuskilyrðin
Skipulag
Framreiðslunám er verklegt og bóklegt fagnám sem lýkur með sveinsprófi í framreiðslu á 3. hæfniþrepi. Námið er 220 einingar og fer fram í skóla og á viðurkenndum starfsnámsstöðum s.s. veitingastöðum og á hótelum sem hafa nemaleyfi og þar með rétt til að taka nemendur í framreiðslunám. Námið er skipulagt sem 3 annir í skóla (90 einingar). Nemendur þurfa að auki að ljúka 80 vikna starfsnámi (130 einingar) á veitingahúsi, hóteli eða á öðrum viðurkenndum starfsnámsstað sem hafa nemaleyfi.
Áfangar á brautinni
Heiti fags, (einingar) skammstöfun fags og skammstöfun áfanga með tengli í áfangalýsingu
Uppbygging námsins eftir önnum
Lokamarkmið
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að
- vinna sjálfstætt við framreiðslu, skipulagningu verkferla, forgangsraða verkefnum, undirbúa vinnusvæði, sjá um pantanir, annast uppgjör og frágang í veislu- og veitingasölum
- sinna ráðgefandi hlutverki gestgjafa og miðla umfangsmikilli þekkingu á faglegri þjónustu
- beita viðeigandi framreiðsluaðferðum sem henta mismunandi aðstæðum og þörfum
- blanda áfenga og óáfenga drykki, kaffi, te og framreiða með faglegum hætti
- upplýsa um hráefni og matreiðsluaðferðir rétta á matseðli, vín á vínseðli og leiðbeina um val á drykkjum, áfengum sem og óáfengum.
- beita handverkfærum, tækjum og búnaði sem starfið krefst
- semja matseðla, vín- og kokteillista.
- vinna í samræmi við gæðastaðla um innra eftirlit, HACCP gæðakerfið, er varðar viðmiðunarmörk, hreinlæti og vinnureglur um rekjanleika vöru, þjónustu og framreiðslu á vörum
- greina áhættuþætti í störfum framreiðslumanna, nýta öryggisvarnir og fylgja reglum um vinnuvernd m.a. um rétta líkamsbeitingu og kann grunnþætti fyrstu hjálpar
- eldsteikja, skera fyrir (transerar) og framreiða við borð gestsins.
- gera áætlanir um veitingarekstur og mannahald til lengri og skemmri tíma og bera ábyrgð á útkomunni
- hafa þekkingu á fæðuóþoli og fæðuofnæmi og leiðum til að bregðast við áföllum sem kunna að verða á veitingastað af þeim sökum
- þekkja almenna sögu, menningu og atvinnuhætti Íslendinga. Geta veitt upplýsingar um nærumhverfi og almenn þjóðfélagsmál
- vinnua í samræmi við umhverfiskröfur veitingastaða, taka þátt í að draga úr matarsóun og almennri rýrnun á vörum sem unnið er með
- geta tjáð sig um fagleg málefni greinarinnar á íslensku og erlendum málum á ábyrgan hátt og leiðbeint um fagleg málefni
- bera virðingu fyrir starfi sínu og bera ábyrgð á þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur. Gæta að trúnaði og þagnarskyldu við gesti og samstarfsfélaga og þagmælsku um einkamál þeirra sem hann fær vitneskju um í starfi sínu. Stuðla að góðum starfsanda í vinnuumhverfi sínu
- hafa færni í ensku, íslensku og stærðfræði sem svarar til krafna af öðru náms þrepi
- hafa færni í notkun upplýsingatækni tengt störfum í framreiðslu