Matsveinanám

Matsveinanám er 120 eininga bóklegt og verklegt nám sem er á 2. hæfniþrepi. Matsveinanám er tvær annir í skóla. Hægt er að sækja um nám í matartækni að loknu matsveinanámi og fæst matsveinanámið að fullu metið inn í það nám. Nánari upplýsingar um námið er hér.

Dagatal fyrir skólaárið 2024 - 2025

Innritun í námið stendur yfir núna. Henni lýkur 31. mars 2024.

Sækja um matarsveinanám hér

Til að umsókn sé tekin gild þarf umsækjandi og vinnuveitandi umsækjanda að fylla út skjölin hér að neðan:

Upplýsingar fylltar út af umsækjenda

Starfsvottorð fyllt út af vinnuveitenda

Inntökuskilyrði

  • Eins árs starfsreynsla í viðurkenndu mötuneyti eða veitingastað. Mikilvægt er að staðfesting á starfsreynslu fylgi með umsókn
  • Hafa náð 23 ára aldri
  • Æskilegt er að nemendur hafi gott vald á íslensku bæði töluðu- og rituðu máli
  • Öllum þeim umsóknum sem uppfylla ekki fyrrnefnd skilyrði verður hafnað

Réttindi

Námið veitir nemendur réttindi til að starfa sem matsveinar í mötuneytum, á fiski- og flutningaskipum og minni ferðaþjónustufyrirtækjum.

Mat á námi

  • Með raunfærnimati fær nemandi þekkingu sína og reynslu metna upp í formlegt skólanám. Iðan fræðslusetur og aðrar fræðslumiðstöðvar sjá um raunfærnimat
  • Nemendur með nám úr erlendum skólum þurfa að skila inn námsferli frá viðkomandi skóla á ensku
  • Starfsreynsla nemenda er metin í samræmi við inntökuskilyrði og eru þessir áfangar metnir:
    • Starfsþjálfun á vinnustað fyrir matsveina: SÞMS1SM25 og SÞMS2SM25
    • Verkleg þjálfun matsveina: VÞMS1MS05 og VÞMS2MS05
  • Hægt er að nálgast upplýsingar um fyrra nám og metna áfanga á Innu og is

Fyrirkomulag náms:

Námið er skipulagt sem tveggja anna nám en nemendur geta tekið það á þeim hraða sem þau óska og ef áfangar eru í boði. Hægt er að stunda námið samhliða vinnu.

Áfangar eru kenndir í fjarnámi eða í lotubundnu fjarnámi:

  • Fjarnám fer fram í námskerfinu Moodle. Þar setur kennari inn námsefni, verkefni og annað sem tengist námi í áfanganum. Öll kennsla fer fram á Teams samkvæmt stundatöflu frá kl. 17.00 á daginn. Fjarnámsáfangar eru merktir með einni stjörnu *
  • Í lotubundnu fjarnámi mæta nemendur í staðlotur og vinna auk þess verkefni í fjarnámi sem sett eru inn á Moodle. Staðlotur eru frá föstudegi til sunnudags. Upplýsingar um staðlotur er að finna í dagatali námsins.
  • Skyldumæting er í staðlotur. Lotubundnir fjarnámsáfangar eru merktir með tveimur stjörnum**

 

Uppbygging náms eftir önnum

Námsgrein

Haust 2024

Vor 2025

Aðferðafræði í matreiðslu

AFMA1MT04*

AFMA2MA04*

Þjóna til borðs

ÞTBFÞT05**

 

Innra eftirlit og matvælaöryggi

IEMÖ1GÆ02*

 

Hráefnisfræði matreiðslu

 

HEMF2HF03*

Örverufræði

 

ÖRVR2HR02*

Matreiðsla

MATR1MG10**

MATR2MA10**

Matseðlafræði

 

MASF2MF02*

Matur og menning

 

MOME2MM02*

Nám og tölvur

NÁTÖ1UT03*/**

 

Næringarfræði grunnur

 

NÆRG2FV05*

Soð, sósur og eftirréttir, súpur

SSSE2GS04*

 

Tækjafræði, aðbúnaður og starfsumhverfi

TFAS1ÖU02*

 

Öryggismál og skyndihjáp

 

ÖRSK1ÖR02*/**

* Fjarnám

** Staðlotur

Búnaður

  • Fartölvur: Nemendur þurfa að hafa aðgang að fartölvu sem þau mæta með í staðlotur og nettengingu til að geta mætt í tíma á Teams
  • Vinnufatnaður: Nemendur þurfa að koma með eigin vinnufatnað í verklega matreiðslu
  • Rafræn skilríki: Nemendur þurfa að hafa aðgang að rafrænum skilríkum í símanum sínum

Kostnaður

  • Námið kostar kr. 65.800, þar af kr. 6000 innritunargjald.
  • Eftir skráningu er innritunargjaldið ekki endurgreitt þó nemi hætti við nám, sbr. reglugerð 614/2009
  • Eftir fyrstu kennsluviku eru önnur skólagjöld ekki endurgreidd

Mikilvæg atriði

  • Nemendur þurfa að skipuleggja náms sitt og tíma út frá staðlotum
  • Nemendur sem búa á landsbyggðinni þurfa að gera ráðstafanir varðandi ferðir og gistingu
  • Námið er styrkt af verkalýðsfélögum og eru nemendur hvattir til að sækja um styrk
  • Margir vinnustaðir veita námsleyfi á launum og þurfa nemendur að kanna það sérstaklega
Síðast uppfært 13. júní 2024