Afreksfréttir

22. apríl 2025 - Myndataka Afrekssviðs þriðjudaginn 29. apríl

Árleg myndataka Afrekssviðs verður í Smáranum, íþróttahúsi Breiðabliks þriðjudaginn 29. apríl. Mæting er kl. 8:40 og það verður skráð mæting til einkunnar. 

Nemendur eiga að mæta í nýjasta Afrekssviðsgallanum, og eiga að vera í bol og stuttbuxum á myndinni. Athugið að mæta með íþróttaskó. 
Kennarar eiga að mæta í gráu utanyfirpeysunum og svörtum buxum.  
Ef einhvern vantar fatnað á viðkomandi að heyra í Aroni Má sem allra fyrst aron.mar.bjornsson@mk.is 

11. apríl 2025 - Annarlok 

Eftir páska er dagskráin á Afrekssviði svohljóðandi.

Þriðjudagurinn 22. apríl - Verklegir tímar hjá öllum

Fimmtudagurinn 24. apríl - Sumardagurinn fyrsti (frí)

Mánudagurinn 28. apríl - Síðasti bóklegi tími hjá 1. ári

Þriðjudagurinn 29. apríl - Myndataka Afrekssviðs kl. 9:00 (Staðsetning tilkynnt síðar)

Fimmtudagurinn 1. maí - Frí

Föstudagurinn 2. maí - Síðasti kennsludagur

Síðast uppfært 22. apríl 2025