Sjúkraþjálfun á Afrekssviði


Afrekssvið Menntaskólans í Kópavogi er í samstarfi við Sjúkraþjálfunina í Sporthúsinu. Sjúkraþjálfun Sporthúsinu sér um fræðslufyrirlestra og að kenna nemendum á fyrirbyggjandi æfingar. Ef nemendur þurfa á sjúkraþjálfun að halda geta þau komist mun fyrr að hjá sjúkraþjálfara í gegnum samstarfið. 

Verkferill fyrir nemendur að komast að í Sjúkraþjálfun:

  • Nemandi/Foreldri skráir nemanda á biðlista í sjúkraþjálfun á heimasíðu Sjúkraþjálfunarinnar Sporthúsinu, sjukrasport.is
    • Klikka á „Skráning á biðlista“
    • Fylla út viðeigandi upplýsingar
    • Undir „Ástæða á fyrir skráningu á biðlista“ skal taka fram að aðili sé nemandi á afrekssviði MK (MJÖG MIKILVÆGT)
  • Skráningin skilar sér til ritara Sjúkraþjálfunarinnar Sporthúsinu og ritarar senda tölvupóst til nemenda/foreldra sem staðfestir að skráningin hafi skilað sér. Í framhaldinu mun móttakan reyna að finna tíma hjá sjúkraþjálfara við fyrsta tækifæri
  • Hringt verður í nemanda/foreldra þegar búið er að finna tímasetningu í sjúkrþjálfun
  • Fyrsti tíminn er alltaf klukkutími þar sem um skoðunartíma er að ræða
  • Sjúkraþjálfari býr til greinargerð/áætlun og sendir nemanda í gegnum tölvupóst eftir skoðun. Nemandi getur síðan komið þeirri greinargerð/áætlun áfram til þjálfara.

Kostnaður við sjúkraþjálfun

  • Sjúkraþjálfun er niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands
  • Allir eiga rétt á 5 bráðameðferðum svo ekki þarf að vera með klára beiðni frá lækni í fyrstu skoðun. Niðurgreiðslan er tryggð í gegnum þessi bráðameðferðarúrræði
  • Kostnaðarliðir við fyrstu skoðun sem er klukkutími eru eftirfarandi:
    • Almenn meðferð: 9917
    • Viðbót vegna skoðunar: 10715
  • Kostnaðarliðir í næstu meðferðum sem er 30 mín.
    • Almenn meðferð: 9917 kr
  • Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í greiðslum við kostnaðarliðina „Almenn meðferð“ og „Viðbót vegna skoðunar“ og fer það eftir stöðu nemenda gagnvart Sjúkratryggingum Íslands hversu mikil niðurgreiðslan er
  • Nemendur þurfa ekki að sækja niðurgreiðsluna sjálfir heldur sækir móttaka Sjúkraþjálfunarinnar Sporthúsinu stöðu nemenda hverju sinni gagnvart SÍ og rukkar nemendur í móttöku samkvæmt því
Síðast uppfært 05. september 2024