Upplýsingar fyrir nemendur

Verklegir tímar 

Verklegir tímar á Afrekssviði byrja þriðjudaginn 27. ágúst. Vinsamlegast farið vel yfir þessa æfingastaði. Ábyrgðarmenn á hverjum stað eru í sviga. Ef óvíst er hvar þú átt að vera, hafðu þá samband með tölvupósti í afrek@mk.is

Einstaklingsgreinar
Sporthúsið (Aron Már Björnsson og Gabríel Ómar Hafsteinsson)

Biðjum öll sem eru í einstaklingsgreinum að mæta á þriðjudag til Arons og fara yfir hvað gæti hentað ykkur best í vetur.
Við gerum ráð fyrir að margir fari á æfingar utan Sporthússins en okkur langar að heyra í ykkur áður.
Ef samkomulag um annan stað hefur þegar verið náð, mega þau sem eru með það mæta þangað í staðinn fyrir Sporthúsið.

Knattspyrna

Fífan: Breiðablik, Stjarnan, Víkingur, Þróttur, FH, Haukar, Sindri, Víkingur Ól. (Gunnleifur Gunnleifsson, Eyjólfur Héðinsson)

Kórinn: HK, Afturelding, Fylkir, Fram, Fjölnir (Ómar Ingi Guðmundsson, Franz Wöhler)

ÍR: ÍR (Halldór Arnarson)

Hlíðarendi: Valur (Hallgrímur Heimisson)
KR: KR (Pálmi Rafn Pálmason)

Við gerum ráð fyrir því að einhver félög sem eru komin með 10+ iðkendur vilji halda úti sínum eigin æfingum, en eigum eftir að semja við þau.

Handknattleikur

Kórinn (Ólafur Víðir Ólafsson)

Körfuknattleikur

ÍR heimilið á þriðjudögum

Smárinn á fimmtudögum

(Hrafn Arnarson og Mikael Máni Hrafnsson)

Sund

Kópavogslaug (Hilmar)

Gæti verið á öðrum tímum. Hilmar lætur vita. 

Fimleikar 
Fyrsti tími verður í Versölum (Kristinn)

Blak

Verið að vinna í að hafa sérstakar æfingar en kemur í ljós í næstu viku.

Sjúkraþjálfun

Nemendur á Afrekssviði MK sem þurfa að komast til sjúkraþjálfara geta skráð sig á biðlista á heimasíðu Sjúkraþjálfunarinnar í Sporthúsinu. Þar taka þau fram í athugasemdum að þau séu á Afrekssviði og fá þá forgang. 
https://sjukrasport.is/hafa-samband/

Síðast uppfært 23. ágúst 2024