Á raungreinabraut er áhersla lögð á að byggja upp sterkan þekkingargrunn á sviði náttúru-, raunvísindagreina og stærðfræði þar sem nemendur öðlast innsýn í fræðilegar starfsaðferðir.
Með bundnu vali geta nemendur aðlagað námið að þörfum sínum og áhugasviðum. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og þar með býr nemandinn yfir þekkingu, leikni og hæfni til að takast á við nám á háskólastigi. Brautin er góður undirbúningur fyrir frekara nám í heilbrigðisvísindum, náttúru- og raunvísindum, umhverfisvísindum, stærðfræði og tæknigreinum. Með afreksíþróttasviði er nemanda sem stundar keppnisíþróttir gert kleift að stunda þær samhlíða námi.
Námstími til stúdentsprófs er þrjú ár og þarf nemandi að ljúka 33-34 einingum á önn til að ljúka á þeim tíma. Hafa þarf í huga við allt val að einingar á fyrsta þrepi geta verið 66 að hámarki, annars þreps einingar geta verið 100 að hámarki og það þurfa að vera að lágmarki 34 einingar á þriðja þrepi. Lágmarkseiningafjöldi til stúdentsprófs er 203 einingar, en nemandi má útskrifast með fleiri einingar. Athugið að danska, enska, íslenska, stærðfræði á fyrsta þrepi teljast ekki með til stúdentsprófs.
Námsgrein | Áfangar | Einingar | Mikilvægar upplýsingar | |
Afreksíþróttir | AFRE | 1AA05 | 1AB05 | 2BA05 | 2BB05 | 3CA05 | 3CB05 | 30 | |
Danska | DANS | 2BA05 | 5 | |
Enska | ENSK | 2BA05 | 2BB05 | 3CA05 | 15 | |
Íslenska | ÍSLE | 2BA05 | 2BB05 | 3CA05 | 3CB05 | 20 | |
Stærðfræði | STÆR | 2BB05 | 2BC05 | 2BD05 | 3CB05 | 3CC05 | 25 | |
Þriðja mál | SPÆN ÞÝSK |
1AA05 | 1AB05 | 1AC05 1AA05 | 1AB05 | 1AC05 |
15 | |
Fjármálalæsi | FJÁR | 2BA05 | 5 | Áfangi tekinn á 5.-6. önn |
Kynjafræði | KYNJ | 2BA05 | 5 | Áfangi tekinn á 3.-4. önn |
Virðing, efling, rökhugsun og atorka | VERA | 1AA01 | 1AB01 | 1AC01 | 1AD01 | 2BA01 | 5 | 2BA tekinn á lokaönn |
Lokaverkefni | LOVE | 3CA03 | 3 | Áfangi tekinn á lokaönn |
Umhverfisfræði | UMHV | 2BA05 | 5 | Áfangi tekinn á 1.-2. önn |
Félagsgreinar | FÉLA2BA05 | FJÖL2BA05 | SAGA2BA05 | SAGA2BB05 | SAGA2BC05 | SÁLF2BA05 | 5 | Nemandi velur einn áfanga | |
Eðlisfræði | EÐLI | 2BA05 | 2BB05 | 10 | |
Efnafræði | EFNA | 2BA05 | 2BB05 | 10 | |
Jarðfræði | JARÐ | 2BA05 | 3CA05 | 10 | |
Líffræði | LÍFF | 2BA05 | 2BB05 | 10 |
Nemendur velja áfanga í bundið val, miðað við aðgangsviðmið háskóla
Nemandi velur 10 einingar (tvo áfanga)
Námsgrein | Áfangar | Einingar | Mikilvægar upplýsingar | |
Enska | ENSK | 3CB05 | ||
Stærðfræði | STÆR | 3CA05 | 3CD05 | 3CE05 |
Nemandi velur 15 einingar (þrjá áfanga)
Námsgrein | Áfangar | Einingar | Mikilvægar upplýsingar | |
Eðlisfræði | EÐLI | 3CA05 | ||
Efnafræði | EFNA | 3CA05 | 3CC05 | ||
Jarðfræði | JARÐ | 3CB05 | ||
Líffræði | LÍFF | 3CA05 | 3CB05 | 3CC05 | ||
Næringarfræði | NÆRI | 2BA05 | ||
Forritun | FORR | 2BA05 |
Að loknu námi á raungreinabraut skal nemandi hafa hæfni til að: