VÍNF1AA05 - Kynning á vínfræði

Í áfanganum er farið yfir grunnþætti vínfræðinnar, sögu, landafræði, ræktun og ræktunarskilyrði. Fjallað er um vínfræði bjórs, styrkts og eimaðs áfengis. Farið yfir vinnu á bar, notkun glasa, sérhæfðra tækja áhalda og íblöndunarefna. Farið er yfir vinnu í veitingasal og undirbúning viðburða. Nemendur eru þjálfaðir í upplýsingaöflun á netinu og notkun forrita sem nýtast til útreikninga og utanumhalds.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingur og skilning á:

  • Verkferlum, áhöldum og hráefnisþörf á bar
  • Varðveislu vínbirgða
  • Framreiðsla í vínstúku
  • Hráefnisþörf
  • Skipulagningu og uppsetningu á bar
  • Undirbúningi og frágangi

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • setja upp og skipuleggja bar sem vinnusvæði
  • nota íblöndunarefni
  • nota mælieiningar og hugtök
  • beita áhöldum og tækjum til blöndunar
  • lesa vínmiða mismunandi vínframleiðslulanda
  • taka á móti vörum
  • umhella vínum
  • afla upplýsinga um helstu lönd, þrúgur og aðferðir í víngerð borð- og styrktra vína
  • afla og nýta upplýsingar um hinar ýmsu gerðir bjórs, eimaðra vína, bittera og líkjöra

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Setja upp og skipuleggja bar sem vinnusvæði
  • Stilla upp veitingasvæði sem tengist vínstúku
  • Þekkja grunnborðlagningar og tengdu efni
  • Nota íblöndunarefni
  • Nota mælieiningar og hugtök
  • Beita áhöldum og tækjum til blöndunar
  • Lesa vínmiða mismunandi vínframleiðslulanda
  • Taka á móti vörum
  • Geta gert léttan kokkteilaseðil