VERA1AD01 - Virðing, efling, rökhugsun og atorka IV

Efni áfangans eru fjölbreyttir þættir sem snerta daglegt líf og tengsl nemenda við samfélag sitt. Viðfangsefni áfangans eru m.a. einbeiting, hegðun á samfélagsmiðlum, heilbrigð sjálfsmynd, fjölmiðlalæsi og samskiptareglur. Einnig er fjallað um réttindi þeirra og skyldur sem nemendur og borgarar í lýðræðisríki. Áfram er lögð áhersla á ábyrgð nemenda á eigin námi.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Eigin sjálfsmynd og geta útskýrt tilfinningar sínar og skoðanir á rökstuddan hátt.
  • Mismunandi upplýsingum og út frá þeim tekið sjálfstæðar ákvarðanir.
  • Réttindum og skyldum sínum sem nemandi og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi.
  • Gildi heilbrigðis lífsstíls, hvað varðar samskipti, sjálfsrækt og hvernig við hegðum okkur í samskiptum hvert við annað.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Eiga góð samskipti og fara eftir óskrifuðum samskiptareglum í umgengni við annað fólk.
  • Efla sig sem einstakling.
  • Afla sér upplýsinga um umhverfi sitt, nærsamfélag og alþjóðasamfélagið.
  • Gera grein fyrir stöðu sinni í samfélaginu með það að markmiði að vera virkur þjóðfélagsþegn.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Beita rökhugsun til þess að draga ályktanir og setja fram gagnrýni á skipulegan hátt.
  • Geta gert grein fyrir sjónarmiðum sínum og skoðunum á málefnalegan og rökstuddan hátt.
  • Sýna öðrum einstaklingum, skoðunum þeirra og lífstíl virðingu og umburðarlyndi.
  • Vera læs á sjálfan sig, samfélag sig og alþjóðasamfélagið.

Undanfari: Áfangi tekinn á 4. önn.

Námsmat: Símat.