VERA1AC01 - Virðing, efling, rökhugsun og atorka III
Nemendur fara í sjálfsskoðun þar sem þeir ígrunda námsaðferðir sínar og námstækni. Þeir skilgreini áhugasvið sín og eigin hæfni á mismunandi sviðum og móti sér framtíðarsýn hvað varðar nám og störf. Nemendur fá fræðslu um þá möguleika sem í boði eru hvað varðar framhaldsnám og störf. Áfram er lögð áhersla á nemendur séu ábyrgir fyrir námi sínu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Mikilvægi þess að móta sér framtíðarsýn til að hafa eitthvað að stefna að.
- Mismunandi námstækniaðferðum.
- Þeim möguleikum sem til eru varðandi náms- og starfsval.
- Styrkleikum sínum og veikleikum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Setja sér raunhæf framtíðarmarkmið varðandi nám og starf.
- Stunda árangursríkt nám.
- Nýta sér mismunandi námtækniaðferðir.
- Nýta sér stykleika sína í námi og daglegu lífi.
- Átta sig betur á veikleikum sínum til að styrkja þá.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Nota árangursríka námstækni, einbeitingu, beita mismunandi minnisaðferðum, skipuleggja og undirbúa próflestur, glósutækni, lestrartækni og tímasstjórnun.
- Greina og meta sjálfan sig á raunhæfan hátt og setja sér markmið m.t.t áhugasviðs og styrkleika og veikleika.
- Búa til námsáætlun fyrir nám að loknum framhaldsskóla.
Undanfari: Áfangi tekinn á 3. önn.
Námsmat: Sjá kennsluáætlun.