VERA1AB01 - Virðing, efling, rökhugsun og atorka II
Markmið áfangans er að efla sjálfstraust nemenda í námi og framkomu. Nemendur fá þjálfun sem gagnast þeim í öðru námi við skólann eins og hópastarfi, samskiptum, framkomu og tjáningu. Áhersla er lögð á að efla samskiptahæfni nemenda, kurteisi, gagnkvæma virðingu og samvinnu þeirra á milli. Nemendur eru þjálfaðir í tjáningu, raddbeitingu, ritun tölvupósta og bréfa. Áfram er lögð áhersla á að nemendur séu ábyrgir fyrir námi sínu og áfangavali.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Algengum samskiptareglum.
- Mikilvægi þess að koma skoðunum sínum á framfæri.
- Að fólk er mismunandi og getur haft ólíkar skoðanir.
- Að hegðun og framkoma hefur áhrif á aðra.
- Mikilvægi þess að ver kurteis og sýna virðingu.
- Kostum þess að vinna með fjölbreyttum hópi fólks.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Beita algengum samskiptareglum við mismunandi aðstæður.
- Gera sér grein fyrir að eigin framkoma hefur áhrif á aðra.
- Virða og taka tillit til annarra.
- Geta tjáð sig fyrir framan hóp af fólki.
- Vinna með öðrum að sameiginlegu verkefni.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Beita rökhugsun til þess að draga ályktanir og setja fram gagnrýni á skipulegan hátt.
- Geta gert grein fyrir sjónarmiðum sínum og skoðunum á málefnalegan og rökstuddan hátt.
- Sýna öðrum einstaklingum, skoðunum þeirra og lífstíl virðingu og umburðarlyndi.
- Takast á við sameiginleg verkefni.
Undanfari: Áfangi tekinn á 2. önn.
Námsmat: Símat.