UPPL1FB05 - Tölvunotkun og upplýsingatækni á framhaldsskólabrú
Nemendur læra utanumhald námsefnis. Þeim er kennt að leysa verkefni með ólíkum forritum og setja það fram á fjölbreyttan og skapandi hátt. Kennd eru sjálfstæð vinnubrögð við ritvinnslu, notkun töflureikna og fjölbreyttra forrita til fyrirlestragerðar / skyggnukynninga. Ýmiss konar opinn hugbúnaður (open source) er kynntur og fyrstu skrefin eru stigin í hljóðvinnslu, myndvinnslu, kortagerð, gerð skoðanakannana og utanumhald upplýsinga. Farið er yfir hvað ber að varast við val á opnum hugbúnaði. Google umhverfið og möguleikar þess eru útskýrðir. Farið er yfir hegðun á samfélagsmiðlum og nemendur búa sér til eigið vörumerki (brand) á myndbandavef á borð við Youtube, Vimeo eða öðrum af sama toga. Forritun er lauslega kynnt.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Fjölbreyttum aðferðum til að leysa verkefni í tölvum.
- Ólíkum leiðum til framsetningar á efni.
- Helstu forritum sem notuð eru í dag í námi.
- Aðferðum til að finna viðeigandi opinn hugbúnað eftir viðfangsefni og hvað ber að varast við val á honum.
- Hvað telst viðeigandi hegðun á internetinu / samfélagsmiðlum.
- Möguleikum forritunar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Nota forritin sem eru algengust í námi í framhaldsskóla.
- Velja það / þau forrit / opinn hugbúnað sem hentar við lausn verkefna.
- Setja efni fram á fjölbreyttan hátt.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Nota helstu forrit í námi til að leysa verkefni á faglegan hátt.
- Skipuleggja og halda utan um eigið námsefni.
- Leysa verkefni með viðeigandi forritum / opnum hugbúnaði til að ná fram fyrirfram ákveðinni framsetningu.
- Prófa sig áfram í notkun á nýju forriti / opnum hugbúnaði til að geta nýtt sér það til gagns.
- Prófa sig áfram í forritun.
- Sýna ábyrga hegðun við framsetningu efnis á internetinu / samfélagsmiðlum á borð við myndbandavefi.
Undanfari: Enginn.