UPPL1AA05 - Almenn tölvunotkun, skjalavistun, algengur hugbúnaður

Í áfanganum eru kennd undirstöðuatriði í n otkun á tölvum og upplýsingatækni. Lögð er áhersla á að nemendur læri á þau verkfæri sem notuð eru í kennslu og læri að nýta sér internetið til gagnaöflunar. Nemendur fá þjálfun í að nota ritvinnslu (word), töflureikni (excel) og glærugerð (power point). Farið verður ítarlega í geymslu gagna og skjalavistun og einnig verður farið í samskiptareglur á internetinu og í tölvupóstssamskiptum.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Notagildi upplýsingatækni.
  • Virkni og notagildi þess hugbúnaðar sem kennt er á.
  • Möguleikum til að nýta sér hugbúnaðinn.
  • Skjalavistunaraðferðum.
  • Almennri notkun einkatölva.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Beita mismunandi hugbúnaði við miðlun á verkefnum, rigerðum og skýrslum.
  • Fylgja fyrirmælum við vinnslu verkefna í viðkomandi hugbúnaði.
  • Setja upp og ljúka verkefnum samkvæmt fyrirmælum.
  • Setja upp stærri skjöl með forsíðu, efnisyfirliti, tilvitnunum og heimildaskrá.
  • Vista skjöl sem hann vinnur með á viðeigandi stað.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að :

  • Nota upplýsingatækni og tölvukunnáttu til að miðla skoðunum sínum og koma niðurstöðum á framfæri.
  • Nota þann hugbúnað sem kennt er á sjálfstæðan hátt.
  • Nýta hugbúnaðinn við aðrar aðstæður, í skóla og í starfi.

Undanfari: Enginn.