UMHV3CA05 - Auðlindir Íslands
Í áfanganum er fjallað um náttúruauðlindir Íslands. Fjallað er um náttúruauð, alla þætti náttúrunnar sem nýtast manninum, s.s. jörð, lífríki, vatn, loft og sólarljós. Lögð verður áhersla á að nemendur skoði hvernig íslenskt samfélag og efnahagslíf byggi að verulegu leyti á náttúruauðlindum landsins, sem eru afar fjölbreytar að gerð. Nemendur kynna sér mikilvægi þess að góð þekking sé á stöðu og eðli þeirra á hverjum tíma. Stjórnun og nýting náttúruauðlinda er skoðuð. Nemendur skoða hvernig stjórnvöld hafa lögfest ýmis lagaákvæði sem er ætlað að tryggja sjálfbæra nýtingu þeirra auk þess að starfrækja stofnanir sem hafa það meginhlutverk að afla þekkingar á stöðu náttúruauðlinda landsins hverju sinni og veita stjórnvöldum ráðgjöf varðandi ráðstöfun þeirra. Nemendur kynna sér og vinna með málefni, sem eru efst á baugi hverju sinni, er varða auðlindir Íslands. Unnið er með málefnin á gagnrýninn hátt og nemendur velta fyrir sér ólíkum sjónarmiðum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Náttúruauð Íslands, jörð, lífríki, vatn, loft og sólarljós.
- Tengslum milli íslensks samfélags og efnahagslífs við náttúruauðlindir Íslands.
- Rannsóknum og athugunum á náttúruauðlindum.
- Stjórnun og nýtingu náttúruauðlinda.
- Ráðuneytum og stofnanunum sem fjalla um náttúruauðlindir.
- Málefnum líðandi stundar er varða auðlindir Íslands.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Greina hvaða náttúruauðlindir er að finna á ólíkum svæðum á Íslandi.
- Afla sér upplýsinga um markaðsverð náttúruauðlinda og geta greint hvað orsakar verðsveiflur.
- Afla heimilda og nýta sér rannsóknir sem hafa verið gerðar á náttúruauðlindum.
- Beita gagnrýnni hugsun á stjórnun og nýtingu náttúruauðlinda.
- Greina hlutverk ólíkra stofnana sem fjalla um náttúruauðlindir.
- Fylgjast með málefnum líðandi stundar er varða auðlindir Íslands.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Útskýra dreifingu náttúruauðlinda á Íslandi.
- Fjalla um tengsl milli nýtingu náttúruauðlinda og íslensk samfélags- og efnahagslífs.
- Afla sér frekari þekkingar á náttúruauðlindum.
- Útskýra auðlindastjórnun og nýtingu auðlinda á Íslandi.
- Þekkja þá þjónustu sem ráðuneyti og stofnananir sem fjalla um náttúruauðlindir hafa upp á að bjóða.
- Greina samhengi málefna líðandi stunda er verða auðlindir Íslands.
Undanfari: UMHV2BA05.
Námsmat: Símat.