ÞÝSK2FE05 - Ferð til Berlínar
Berlín er miðdepill áfangans. Nemendur kynnast sögu og menningu Berlínar fyrir og eftir sameininguna. Áhugaverðar byggingar og staðir svo og daglegt líf íbúa verður skoðað nánar samhliða undirbúningi ferðarinnar. Nemendur æfa sig í ýmsum orðaforða sem nauðsynlegur er fyrir borgarferð.
Nemendur vinna ýmis verkefni fyrir ferðina, í ferðinni og eftir að þeir koma heim úr ferðinni. Unnið verður með lesskilning, ritun, tal og hlustun.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Menningu, samskiptavenjum og siðum þýskumælandi þjóða.
- Orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta markmiðum áfangans.
- Menningu og sögu svæðisins.
- Aðferðum, tækjum og tólum til að búa til árangursríkt kynningarefni.
- Öflun upplýsinga og taka þátt í samræðum og tjá sig um ólík umræðuefni á þýsku.
- Mikilvægi góðra tungumálakunnáttu og færni til að beita henni við munnlega og skriflega kynningu.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Greina talað mál um fjölbreytt efni og geta fylgt fyrirmælum og greint aðalatriði frá aukaatriðum.
- Lesa og greina margskonar gerðir texta og vinna úr þeim á fjölbreyttan hátt.
- Tjá sig um atburði á þýsku og halda kynningu á undirbúnu efni með því að beita viðeigandi orðaforða, setningagerð og framburði.
- Skrifa samfelldan texta um ýmiskonar efni og tjá eigin skoðanir og fyrirætlanir.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Fjalla munnlega og skriflega um efni sem hann hefur kynnt sér og tjá eigin skoðanir, persónulega reynslu og framtíðaráform.
- Tileinka sér efni í töluðu og rituðu máli, greina aðalatriðin, draga ályktanir og rökstyðja mál sitt.
- Beita viðeigandi mál- og samskiptavenjum og leysa úr málum sem geta komið upp.
- Meta eigið vinnuframlag og framfarir í þýskunáminu.
Undanfari: ÞÝSK1AC05.
Námsmat: Símat.