ÞÝSK2BB05 - Þýska 5 fyrir sjálfstæðan notanda – a

Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér ritun í samræmi við þrep A2/B1 í evrópska tungumálarammanum. Meginmarkmið er að auka og bæta orðaforða og tjáningarhæfni í þýsku og efla sjálfstæð vinnubrögð nemenda í náminu. Lögð er áhersla á að nemendur lesi margvíslegt efni sér til gagns og ánægju og þjálfist í að hlusta á talað mál. Rifjuð er upp og þjálfuð málfræði þar sem þurfa þykir. Nemendur geri sér ljósa eigin ábyrgð í málanámi og átti sig á mikilvægi eing frumkvæðis og vinnu.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta markmiðum áfangans.
  • Grundvallarþætti þýska málkerfisins.
  • Menningu, samskiptavenjum og siðum þýskumælandi þjóða.
  • Þeim mismun sem er á töluðu og rituðu máli og mismunandi notkun tungumálsins í ólíkum samskiptum.
  • Öflun upplýsinga og taka þátt í samræðum og tjá sig um ólík umræðuefni.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Greina talað mál um fjölbreytt efni og geta fylgt fyrirmælum og greint aðalatriði frá aukaatriðum.
  • Lesa og greina margskonar gerðir texta og vinna úr þeim á fjölbreyttan hátt.
  • Tjá sig um atburði með því að beita nútíð, framtíð og liðinni tíð og halda kynningu á undirbúnu efni með því að beita orðaforða, setningagerð og framburði á sem réttastan hátt.
  • Skrifa samfelldan texta um ýmiskonar efni og tjá eigin skoðanir og fyrirætlanir.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Fjalla munnlega og skriflega um efni sem hann hefur kynnt sér og tjá eigin skoðanir, persónulega reynslu og framtíðaráform.
  • Leggja grunn að og tileinka sér aðalatriðin í samtölum, kvikmyndum og fjölbreyttu efni í fjölmiðlum.
  • Tileinka sér efni mismunandi textagerða og aðalatriði í lengri og flóknari textum og geta dregið ályktanir og rökstutt mál sitt.