ÞTBS1FB03 - Þjónað til borðs á framhaldsskólabraut
Nemendur fá kynningu á starfi framreiðslumannsins og kynnast helstu vinnureglum við að leggja á borð og ganga frá. Farið er yfir grunnreglur um vinnuaðferðir, hreinlæti, borðsiði og umgengni, skipulag og samvinnu. Einnig farið í mikilvægi snyrtimennsku og kurteisi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Almennum borðsiðum og kurteisi.
- Reglum um hreinlæti.
- Helstu áhöldum í veitingasal og notkunarmöguleikum þeirra.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Sýna snyrtimennsku, fagmennsku og almenna kurteisi.
- Leggja lín á borð og brjóta munnþurrkur.
- Annast grunnborðlagningu.
- Vinna einföld verkefni í framreiðslu.
- Umgangast þau tæki og tól sem notuð eru í veitingasal.
- Umgangast gesti og samstarfsfélaga.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Geta unnið einföld grunnstörf í framreiðslu.
- Skilja til hvers er ætlast af störfum við framreiðslu í veitingasal.
- Vinna með helstu áhöld og tæki sem notuð eru í veitingasal.
- Gæta að eigin hreinlæti og því hreinlæti sem kröfur eru gerðar skv. viðurkenndum hreinlætiskröfum.
- Takast á við borðlagningu.
- Temja sér heiðarleg og jákvæð samskipti.
Undanfari: Enginn