STÆR3CE05 - Vigrar, stikaform og keilusnið

Meginefni áfangans eru skilgreiningar og reiknireglur á vigrum í sléttu og á hnitaformi, vigrar í þrívídd og hnit þeirra. Einnig er fjallað um sögulega þætti flatarmyndafræði og sannanir á nokkrum völdum reglum, stikaform sléttu, línu og ferla. Fjallað er um keilusnið, jöfnur þeirra og speglunareiginleika. Nemendur þurfa að kunna skil á almennri flatarmyndafræði og þekkja helstu reglur og frumhugtök í tví- og þrívíðri rúmfræði, þrívíðu hnitakerfi og túlkun jafna í þrívídd eða fleiri víddum.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Skilgreiningum og reiknireglum vigra í sléttu og rúmi.
  • Stikaformi línu í tvívíðu og þrívíðu rúmi.
  • Stikaformi sléttu, jöfnu sléttu og línu ákvarðaða af tveimur sléttum.
  • Horni milli lína, horni milli sléttna og horni milli línu og sléttu.
  • Krossfeldi.
  • Fjarlægð milli punkta og línu, fjarlægð milli punkts og sléttu, fjarlægð milli samsíða slétta og fjarlægð milli mislægra lína.
  • Keilusniðum og eiginleikum þeirra.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Beita vigurreikningi í sléttum fleti.
  • Finna stikaform lína og slétta.
  • Finna innfeldi og krossfeldi vigra.
  • Sanna helstu reglur í þrívíðri rúmfræði.
  • Vinna með keilusnið.
  • Nota grafíska vasareikna og stærðfræðiforrit.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Skiptast á skoðunum við aðra.
  • Útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega og á viðeigandi hátt.
  • Kynna ólíkar aðferðir við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna.
  • Skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau.
  • Geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta, þar með taldar sannanir í námsefni.
  • Beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum.

Undanfari: STÆR2BD05.

Námsmat: Sjá kennsluáætlun.