STÆR3CB05 - Föll, deildun og markgildi

Efni áfangans er stærðfræðigreining á margliður, vísis- og lograföll, markgildi og deildun algengra falla. Hagnýt verkefni leyst með deildareikningi. Áhersla er lögð á að nemendur fái góða innsýn í deildareikning og geti rökstutt helstu reglur þar að lútandi. Gert er ráð fyrir að nemendur kanni föll með vasareiknum og tölvuforritum en einnig án þeirra.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Margliðum, vísis- og lograföllum.
  • Samsettum föllum og samfeldni.
  • Andhverfuföllum.
  • Markgildum.
  • Afleiðum falla.
  • Helstu deildunarreglum.
  • Fyrstu og annarar afleiðu í grafi falls.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Nota vísis- og lograföll, t.d. í vaxtareikningi.
  • Kanna helstu gerðir falla og finna andhverfu þeirra.
  • Nota helstu aðferðir í markgildareikningi.
  • Finna afleiður falla.
  • Leiða út helstu reglur sem gilda í deildun.
  • Teikna helstu gerðir falla og geti fundið hágildi, lággildi og beygjuskil.
  • Nota vasareikni og stærðfræðiforrit við lausn verkefna.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Skiptast á skoðunum við aðra um lausnir.
  • Útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega.
  • Kynna ólíkar aðferðir við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna.
  • Skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau.
  • Geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta, þar með taldar sannanir í námsefni.
  • Beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum, s. s. út frá þekkingu á lausnum svipaðra þrauta, unnið til baka frá þekktum stærðum eða með því að vinna með margliður, vísis -og lograföll við lausn raunverulegra viðfangsefna.

Undanfari: STÆR2BD05.

Námsmat: Sjá kennsluáætlun.