STÆR2BA05 - Algebra og hagnýt stærðfræði
Áfanganum er ætlað að undirbúa nemendur undir áframhaldandi nám á alþjóða- og félagsgreinabrautum. Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur kynnist hvernig stærðfræði er notuð til að leysa margvísleg verkefni daglegs lífs. Helst efnisþættir eru algebra, jöfnur, rökfræði og fjármál.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Undirstöðureglum algebrunnar.
- Jöfnum af 1. og 2. stigi.
- Algengum hugtökum í rökfræði.
- Fjármálum daglegs lífs.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Beita undirstöðureglum algebrunnar.
- Vinna með jöfnur af 1. og 2. stigi.
- Nota algeng hugtök í rökfræði og finna raunhæfar lausnir á þrautum.
- Meta mismunandi kosti í fjármálum daglegs lífs.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Skrá lausnir sínar skipulega og skiptast á skoðunum við aðra.
- Átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna.
- Greina og hagnýta upplýsingar í töluðu eða rituðu máli, myndrænt eða í töflum.
- Skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og geti unnið með þau.
Undanfari: Einkunnin B, B+ eða A úr grunnskóla.
Námsmat: Lokapróf og verkefnavinna. Lokapróf gildir 20-80%, fer eftir námsárangri nemenda á önninni.