STÆR1AA00 - Grunnáfangi í stærðfræði
Grunnáfanga í stærðfræði er ætlað að undirbúa nemendur fyrir áframhaldandi nám á 2. þrepi. Áhersla er lögð á vönduð vinnubrögð og námkvæmni í framsetningu og lausnum verkefna. Helstu efnisþættir eru: tölur og talnareikningur, stæður og jöfnur, hlutföll og prósentur og rúmfræði. Við lok áfanga á nemandi að hafa öðlast færni í að vinna með ofangreinda efnisþætti og kunna að beita vasareikni og tölvu við úrlausn þeirra.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Forgangsröð aðgerða.
- Brotum, prósentu-, hlutfalla- og vaxtareikningi.
- Notkun tákna sem staðgengla talna.
- Flatarmáli og rúmmáli.
- Metrakerfi.
- Flatar- og rúmmálsreikningi.
- Hornum og hyrningum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Beita forgangsröð aðgerða og nákvæmni í námundun talna.
- Vinna með almenn brot, prósentu-, hlutfalla- og vaxtareikning.
- Vinna með stæður og leysa jöfnur.
- Reikna flatarmál og rúmmál algengra hluta.
- Vinna með horn og hyrninga.
- Nota vasareikna og algeng tölvuforrit.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum um þær við aðra og útskýra hugmyndir og verk í mæltu máli og myndrænt.
- Átta sig á og skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu.
- Beita skipulegum aðferðum við lausnir þrauta og útskýra aðferðir sínar.
- Meta hvort upplýsingar eru réttar og/eða áreiðanlegar.
- Beita gagnrýnni og skapandi hugsun og sýna áræði, frumkvæði, innsæi og frumleika við lausn verkefna.
- Geta sett hversdagsleg verkefni í stærðfræðilegan búning.
Undanfari: Einkunnin C+ eða C úr grunnskóla. Einingar teljast ekki til stúdentsprófs.
Námsmat: Símat.