STÆA1FB00 - Stærðfræði á framhaldsskólabrú I

Í áfanganum tileinka nemendur sér helstu undirstöðuþætti almennrar stærðfræði og öðlast um leið sjálfstraust og hugrekki til að glíma við margvísleg reikningsdæmi. Helstu þættirnir sem fengist er við eru grunngerðir stærðfræðinnar, brot, algebra, veldi og rætur.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Forgangsröð aðgerða.
  • Einföldun á stæðum, þáttun og jöfnureikningum.
  • Notkun tákna sem staðgengla talna.
  • Almennum brotum.
  • Veldum og rótum.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Beita forgangsröð aðgerða og nákvæmni í námunun talna.
  • Vinna með almenn brot.
  • Vinna með stæður og leysa jöfnur.
  • Reikna veldi og rætur.
  • Nota vasareikna og algeng tölvuforrit.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum um þær við aðra og útskýra hugmyndir og verk í mæltu máli og myndrænt.
  • Átta sig á og skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu.
  • Beita skipulegum aðferðum við lausnir þrauta og útskýra aðferðir sínar.
  • Meta hvort upplýsingar eru réttar og/eða áreiðanlegar.
  • Beita gagnrýnni og skapandi hugsun og sýna áræði, frumkvæði, innsæi og frumleika við lausn verkefna.
  • Geta sett hversdagsleg verkefni í stæðrfræðilegan búning.

Undanfari: Áfanginn er ætlaður nemendum sem ekki hafa lokið tilskildum árangri á grunnskólaprófi.