SAGA2BA05 - Frá upphafi til byltinga
Helstu þættir mannkynssögu frá upphafi til 1800, með aðaláherslu á Evrópu rannsakaðir. Nemendur velja sér atburði eða tímabil til nánari rannsóknar og umfjöllunar í samráði við kennara. Lögð er áhersla á sjálfstæð og vönduð vinnubrögð, gagnrýna hugsun og skýra framsetningu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Helstu menningarheimum fornaldar og miðalda.
- Tímabilum mannkynssögunnar fram til loka 18. aldar.
- Helstu sögulegu hugtökum sem tengjast fornöld, miðöldum og nýöld.
- Helstu atburðum mannkynssögunnar og samhengi þeirra frá upphafi til 1800.
- Uppruna og þróum mannréttinda og lýðræðis á tímabilinu.
- Áhrif mannsins á umhverfið á tímabilinu.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Skilja áhrif sögunnar á atburði samtímans.
- Miðla þekkingu sinni á mannkynssögunni með skýrum og skiljanlegum hætti.
- Beita fjölbreyttum aðferðum til að miðla þekkingu sinni á viðfangsefni sínu hverju sinni.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Bera saman ólíkar heimildir og meta gildi þeirra og áreiðanleika sem er metið með skriflegu verkefni.
- Draga ályktanir af þeim upplýsingum sem heimildirnar veita sem er metið með tímaritgerð og kynningu.
- Sjá samhengi milli atburða í eigin samtíma og sögulegrar þróunar sem er metið með kaflaprófi.
- Greina orsök og afleiðingu í sögulegri framvindu sem er metið með framsögu í tíma.
Undanfari: Enginn.
Námsmat: Símat.