ALÞV2BA05 - Alþjóðaviðskipti

Áfanginn miðar að því að auka skilning nemandans á mikilvægi alþjóðasamskipta á tímum hnattvæðingar. Fjölbreytileiki alþjóðaviðskipta er kynntur og áhersla lögð á að skoða hvernig menning ólíkra þjóða hefur mótað viðskiptastefnu þeirra. Helstu viðskiptalönd Íslendinga kynnt og aukið vægi Asíu markaðar metið í alþjóðaviðskiptum. Starfsemi alþjóðastofnana sem grundvallast á milliríkjasamningum er skoðuð svo og utanríkisstefna Íslendinga og þátttaka í fjölþjóðastarfi.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Helstu viðskiptalöndum Íslendinga.
  • Helstu iðnríkjum heimsins.
  • Helstu fjölþjóðastofnunum heimsins.
  • Helstu áhrifum hnattvæðingar.
  • Margbreytilegum aðstæðum ólíkra ríkja.
  • Mikilvægi viðskiptasamninga eftir landfræðilegri legu ríkja

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Taka þátt í og skipuleggja krefjandi verkefni.
  • Greina undirstöðuatriði alþjóðasamskipta.
  • Tjá sig um viðskiptastefnu Íslendinga.
  • Tjá sig um utanríkisstefnu Íslendinga.
  • Tjá sig um menningarmun þjóða.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Gagnrýna alþjóðastofnanir.
  • Gagnrýna viðskiptastefnu þjóðar.
  • Rökstyðja mikilvægi alþjóða samvinnu.
  • Greina tækifæri með viðskiptasamningum.
  • Skipuleggja alþjóðasamskipti með netmiðlum.
  • Bera saman menningarstefnur þjóða.