MATR1FB03 - Matreiðsla á framhaldsskólabrú

Markmið áfangans er að nemandi kynnist og þjálfist í helstu vinnureglum við að matbúa einfaldan heimilismat. Farið er yfir grunnreglur um vinnuaðferðir, hollustuhætti og hreinlæti, vélar og tæki. Nemandi lærir að setja saman matseðil/máltíð.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Algengustu matreiðsluaðferðum.
  • Kröfum um hreinlæti í eldhúsi.
  • Helstu áhöldum og tækjum í eldhúsi.
  • Hráefni, næringargildi og hollustu.
  • Kröfum um viðeigandi fatnað persónulegt hreinlæti í eldhúsi.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Fylgja uppskriftum og leiðbeiningum.
  • Tjá sig um og lýsa aðferðum, og eiginleikum rétta.
  • Viðhafa persónulegt hreinlæti og almenna kurteisi.
  • Nota áhöld, vélar og tæki í eldhúsi.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Velja og greina viðeigandi hráefni og matreiðsluaðferðir í uppskriftum.
  • Velja viðeigandi áhöld og tæki eftir því sem við á.
  • Halda sjálfum sér og vinnuplássi sínu hreinu.
  • Draga áliktanir af mistökum við matreiðslu og greina lausnir.

Undanfari: Enginn.