Megin markmið áfangans er að auka heilsulæsi og færni til að auka líkamlega, andlega og félagslega vellíðan. Lögð er áhersla á helstu áhrifaþætti heilbrigðis svo sem: Næringu, hreyfingu, svefn, geðrækt, vímuefni og kynheilbrigði. Farið verður yfir helstu viðfangsefni og áskoranir samfélagsins í lýðheilsumálum svo sem lífsstílssjúkdóma en megin áhersla lögð á helstu áskoranir ungmenna í samfélaginu. Lögð er áhersla á að fjalla heildrænt um heilsu og samspil menningar, umhverfis og einstaklingsábyrgð þegar kemur að heilsueflingu. Nemendur kynnast leiðum til að móta umhverfi sitt og hegðun með það að markmiði að leiða til heilbrigðis.
Helstu viðfangsefni og hugtök eru:
- Næring
- Fæðuval.
- Hreyfing.
- Hvíld.
- Svefn.
- Streita.
- Forvarnir.
- Fíkn.
- Vímuefni.
- Tóbak.
- Koffín.
- Áfengi.
- Kynheilbrigði.
- Geðrækt.
- Lýðheilsa.
- Lífsstíll.
- Geðheilbrigði.
- Áhættuþættir.
- Félagsleg heilsa.
- Heilsueflandi samfélag.
- Neysluvenjur.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Helstu áhrifaþáttum heilbrigðis svo sem: næringu, hreyfingu, svefni, geðræktar, vímuefna og kynheilbrigði.
- Aðferðum til að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl.
- Helstu áhættuþættum lífsstílssjúkdóma í vestrænu samfélagi.
- Heildstæðum áhrifum á heilsu og lífsstíl – samspili menningar, umhverfis og eintaklingsábyrgðar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Taka þátt í umræðum um heilsutengd málefni, geti fært rök fyrir máli sínu og virða skoðanir annarra.
- Leita sér áreiðanlegra upplýsinga er varða heilsu og tekið sjálfstæða afstöðu til þeirra.
- Yfirfæra þekkingu sína á áhrifaþáttum heilbrigðis á umhverfi sitt og lífsstíl.
- Taka upplýstar og sjálfsstæðar ákvarðanir varðandi heilsu.
- Geta litið gagnrýnum augum á helstu stefnur og strauma í samfélaginu er varðar heilsu.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Geta sett sér raunhæf markmið varðandi heilsu sína.
- Tekið upplýstar ákvarðanir þegar kemur að heilsu og stuðlað að betri lífsgæðum sínum og nærsamfélagsins.
- Geta metið réttmæti heilsutengdra upplýsinga svo sem í fjölmiðlum.
- Metið sinn eigin lífsstíl og umhverfi og áhrif þeirra þátta á heilsu.
- Haft áhrif á samfélag sitt og umhverfi í átt að bættri lýðheilsu.
Undanfari: Áfangi tekinn á 1. - 2. önn.
Námsmat: Símat.