Vinna við rannsóknarverkefni/heimildaritgerð. Nemendur vinna með heimildir, ritgerðaskrif og uppsetningu og frágang ritgerða.
Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:
- Helstu reglum um heimildanotkun og skráningu í samræmi við APA kerfið.
- Heimildaskráningu í WORD.
- Helstu hugtökum sem tengjast gerð heimilda/rannsóknaritgerðar eða skýrslu.
- Mismunandi tegundum heimilda.
- Helstu aðferðum við úrvinnslu og mat á gögnum og heimildum.
- Helstu aðferðum við framsetningu efnis forritum og hjálparsíðum ýmis konar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í:
- Skipuleggja verkefnið með ábyrgum og sjálfstæðum hætti.
- Afla sér fjölbreyttra og fræðilegra heimilda um efnið.
- Beita viðurkenndum reglum um meðferð og úrvinnslu heimilda.
- Nota fræðileg vinnubrögð við úrvinnslu gagna úr rannsóknum.
- Nota fræðileg vinnubrögð við heimildaritgerðasmíð.
- Koma efni á framfæri á vel uppbyggðan, skýran og greinargóðan hátt.
- Lesa fræðilegan texta á íslensku og/eða erlendu tungumáli.
- Nota ýmsar hjálparsíður og forrit við heimilda/rannsóknaritgerðasmíð.
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Skipuleggja vinnutíma sinn.
- Leggja fram niðurstöður sínar á aðgengilegan og skýran hátt.
- Koma hugmynd í búning fræðilegrar ritgerðar/skýrslu.
Undanfari: ÍSLE3CA05 - áfangi tekinn á lokaönn.