LíFF3CC05 - Lífeðlis- og líffærafræði
Í áfanganum eru teknir fyrir þættir er varða uppbyggingu og starfsemi mannslíkamans. Fjallað er um taugakerfið, stoðkerfið, vöðvakerfið, skynjun, æxlun og þroska. Skoðað er samspil líffærakerfanna og hvernig líkaminn viðheldur innri stöðugleika. Heilbrigð starfsemi líkamans er rædd og algengustu frávik. Lögð er áhersla á að nemendur kynnist líffærum dýra/manna af eigin raun með krufningum, skoðun líffæra/líkana og vefjasýna. Einnig verður farið í áhrif þjálfunar á mannslíkamann.
Helstu efnisatriði áfangans eru:
- Himnuspenna.
- Taugaboð.
- Mið- og úttaugakerfið.
- Heili.
- Mæna.
- Viljastýrðar og sjálfvirkar taugabrautir.
- Heiti beina.
- Brjósk.
- Liðir.
- Starfsemi vöðva og heiti þeirra.
- Skynfrumur.
- Skynfæri.
- Kynkirtlar og kynfæri.
- Kynfrumur.
- Æxlun og fósturþroskun.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Almennrum og sértækum efnisatriðum og hugtökum áfangans.
- Heildaruppbyggingu mannslíkamans.
- Uppbyggingu og starfsemi þeirra líffærakerfa sem um ræðir.
- Samstarfi líffærakerfa til viðhalds innra jafnvægis líkamans.
- Heilbrigðri starfsemi mannslíkamans.
- Vandamálum og sjúkdómum tengdum viðkomandi líffærakerfum og líkamsstarfsemi.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Miðla þekkingu sinni á líffærakerfum mannsins skriflega, með teikningum, skýringarmyndum með þátttöku í umræðum og kynningum.
- Kryfja og skoða sýni með þar til gerðum áhöldum.
- Framkvæma verklegar æfingar og vinna úr niðurstöðum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Tengja umfjöllun um sjúkdóma við ákveðin líffærakerfi og líkamsstarfsemina.
- Sjá orsakasamhengi sjúkdómsvalda, sjúkdómseinkenna og lífsstíls á líkama.
Undanfari: LÍFF2BA05.
Námsmat: Lokapróf og verkefnavinna. Lokapróf gildir 50%.