Í áfanganum kynnast nemendur sögu jarðar, þróun lífríkis og breytingum á landaskipan í tímans rás. Sérstök áhersla er lögð á myndunar- og mótunarsögu Íslands. Sjálfstæð vinnubrögð nemenda endurspeglast í verkefnavinnu þeirra.
Helstu efnisatriði eru:
- Kortagerð.
- Gerð jarðlaga.
- Jarðsaga heimsins.
- Náttúruhamfarir og áhrif þeirra á sögu jarðar.
- Jarðsögutaflan.
- Upphaf mannsins.
- Aldursákvarðanir.
- Jarðsaga Íslands og eldgosasaga.
- Ísaldir og orsakir þeirra.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Upplýsingum um jarðlög af jarðlagakortum.
- Notkun jarðsögutöflunnar.
- Áhrifum náttúrhamfara á sögu jarðar.
- Lestri gagna um aldursákvarðanir.
- Hugmyndum um orsakir ísalda.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Rekja í meginatriðum þróun lífs á jörðu.
- Rekja upphafssögu mannsins.
- Teikna þversnið eftir jarðlagakortum.
- Reikna flatarmál eftir jarðfræðikortum.
- Nota segulkvarðann.
- Reikna einföld dæmi um aldursákvarðanir.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Tengja saman hagnýt jarðefni og þá jarðsögu sem leiðir til myndunnar hagnýtra efna.
- Túlka jarðlagakort og skýra þá jarðlagauppbyggingu sem fram kemur á þeim.
- Beita viðurkenndum aðferðum til jarðlagatenginga.
- Rökstyðja tengsl náttúrhamfara og þróunar lífs á jörðu.
- Bera saman jarðsögu mismunandi landshluta Íslands.
- Vinna sjálfstætt að afmörkuðum verkefnum nemendahópnum til handa.
- Vinna í hópi að afmörkuðum verkefnum nemendahópnum til handa.
- Tengja jarðlög milli jarðlagasniða.
- Fjalla á gagnrýnin hátt um hugmyndir um orsakir ísalda.
Undanfari: JARÐ2BA05.
Námsmat: Sjá kennsluáætlun.