ÍSLE3CA05 - Bókmenntir frá landnámi til 1900

Meginviðfangsefnið bókmenntir og bókmenntasaga frá landnámi til 1900. Nemendur fá yfirsýn yfir bókmenntasögu tímabilsins og kynnast höfundum og völdum verkum með áherslu á höfuðskáld hverrar stefnu eða tímabils.Lesin er ein Íslendingasaga, ein söguleg skáldsaga sem byggir á atburðum frá tímabili áfangans, kveðskapur tímabilsins, s.s. rímur, helgikvæði, Passíusálmarnir og verk skálda 19. aldar. Nemendur fá þjálfun í ýmiss konar ritun, m.a. ritgerðasmíð. Nemendur fá tækifæri til að tjá sig um viðfangsefni áfangans bæði í ræðu og riti.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Lesa og kunna skil á helstu verkum tímabilsins.
  • Greina strauma og stefnur í bókmenntasögu tímabilsins.
  • Greina á milli mismunandi tegunda bókmennta og átta sig á tengslum þeirra við bókmenntasöguna.
  • Kunna skil á áhrifum erlendra menningarstrauma á bókmenntir tímabilsins.
  • Geta greint mikilvægi menningararfsins í mótun samtímans.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Tjá sig í ræðu og riti um verk og höfunda tímabilsins.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Fá innsýn í hugmyndaheim og samfélagshætti fyrri tíma og setja höfunda og verk í sögulegt samhengi sem er metið með með verkefnum, ritgerðum og prófum.
  • Leggja mat á mismunandi texta tímabilsins, mynda sér skoðanir á þeim og koma þeim á frá sér á skýran og greinargóðan hátt sem er metið með með verkefnum, ritgerðum og prófum.
  • Lesa sér til gagns og gamans bókmenntir fyrri alda.
  • Draga saman og nýta sér upplýsingar úr verkum tímabilsins og ýmsum öðrum heimildum þeim tengdum sem er metið með með verkefnum, ritgerðum og prófum.

Undanfari: ÍSLE2BB05.

Námsmat: Sjá kennsluáætlun.