ÍSLE1AA00 - Grunnur í íslensku
Í þessum áfanga er lögð áhersla á læsi, ritun, tjáningu, sköpun og málnotkun. Nemendur hvattir til að lesa sér til ánægju og sjálfstraust þeirra eflt. Lögð er áhersla á lesefni sem vekur áhuga. Nemendur þjálfist í ritun texta af ýmsu tagi og æfi sig í notkun hjálpargagna við ritun. Frumkvæði, ábyrgð og sjálfstæð vinnubrögð höfð að leiðarljósi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Helstu reglum sem nýtast í tal og ritmáli.
- Orðaforða umfram það sem tíðkast í talmáli.
- Nokkrum tegundum bókmennta og nytjatexta.
- Ýmiss konar hjálpargögnum og gagnlegum heimasíðum um mál og málnotkun.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Skrifa fjölbreyttan texta í samfelldu máli með skýrri framsetningu.
- Notkun viðeigandi hjálpargagna við frágang ritsmíða.
- Blæbrigðaríku og viðeigandi máli í ræðu og riti.
- Draga saman aðalatriði úr ýmsu efni og leita sér upplýsinga og nýta sér þær til gangs.
- Taka saman og flytja stuttar endursagnir, lýsingar og kynningar á afmörkuðu efni.
- Lesa sér til gangs og gamans.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Semja stutta texta með viðeigandi málfari.
- Bæta einföldum blæbrigðum í málnotkun til að forðast einhæfni og endurtekningar.
- Halda uppi samræðum og rökstyðja eigin skoðanir á málefnalegan hátt.
- Túlka og tjá sig um mismunandi efni.
- Auka og styrkja eigin orðaforða og málhæfni t.d. með því að nýta sér hjálpargögn.
- Vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið.
Undanfari: Einkunnin C+ eða C úr grunnskóla. Einingar teljast ekki til stúdentsprófs.