ÍSAN1AA05 - Íslenska sem annað mál

Markmið áfangans er að nemendur styrki og efli íslenskukunnáttu sína, lesskilning, málfræði, ritun og munnlega tjáningu. Þeir lesa fjölbreytilega texta, flytja stuttar kynningar og skrifa margvísleg ritunarverkefni þar sem gerð er krafa um mismunandi málssnið. Nemendur læra að byggja upp einfaldar efnisgreinar, raða þeim og tengja. Viðfangsefnin snúa að því að nemendur öðlist meira sjálfstraust og þekkingu til að takast á við hversdagslífið, hvort heldur sem er í skóla, vinnu eða einkalífi og geti áreynslulítið fylgst með fréttum og viðburðum úr samtímanum. Leitast er við að nota nýja nálgun í móðurmálskennslu og fjölbreytta kennsluhætti.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Ólíkri málnotkun og mismunandi málssniði, bæði hjá sjálfum sér og öðrum, t.d. í fjölmiðlum.
  • Undirstöðuatriðum daglegs máls.
  • Tengslum tungumáls við sjálfsmynd.
  • Fréttaflutningi í fjölmiðlum, þar sem fjallað er um málefni daglegs lífs.
  • Mikilvægi góðra og kurteislegra samskipta fyrir sjálfan sig og samfélagið.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Átta sig nokkuð á mun á tal- og ritmáli.
  • Byggja upp einfaldar efnisgreinar, raða þeim og tengja.
  • Skrifa stutta umfjöllun um kunnuglegt efni.
  • Beita málnotkunarreglum í skrifum.
  • Beita rökum og dæmum í málflutningi.
  • Lesa stutta almenna og sérhæfða texta sér til gagns og gleði.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Rökstyðja skoðanir sínar með viðeigandi orðum og dæmum.
  • Beita og bregðast við mismunandi raddblæ.
  • Átta sig á og bregðast við mismunandi sjónarhornum.
  • Hlusta á útvarp, sjónvarp eða netmiðla með gagnrýnu hugarfari, t.d. með umræðum í hópum eða samtölum við kennara.
  • Temja sér kurteisi og umburðarlyndi gagnvart samferðamönnum með framlagi og þátttöku í umræðum og samtölum.