FORR2BA05 - Inngangur að forritun

Í áfanganum fá nemendur undirstöðuþjálfun í forritun í hlutbundna forritunarmálinu C#. Byggð er upp grunnþekking, leikni og færni í forritun til að standa undir kröfum framhaldsáfanga í forritun. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð. Áfanginn getur hentað nemendum á öllum brautum. Efni er lagt fyrir í kennslukerfinu Moodle.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Grunnhugtökum forritunar.
  • Forritunarvinnu í textabundnum notendaskilum.
  • Kennimerkjum (identifiers) og nafngiftir á forritshlutum.
  • Athugasemdum í forritum (comments).
  • Muninum á þýðingu og túlkun (compilation/translation).
  • Að skrifa, þýða og keyra forrit.
  • Kunna að villuleita forrit (debugging).
  • Að búa til breytur (variables).
  • Að beita gagnatögum (primitive data types).
  • Strengjavinnslu (strings).
  • Lausnarrunum (escape sequences).
  • ASCII og Unicode.
  • Reiknivirkjum (arithmetic operators).
  • Segðum (expressions).
  • Umskráningu gagna (conversion).
  • Að búa til hluti og klasa til notkunar í forritum (objects and classes).
  • Nafnsvæði (namespace).
  • Að skrifa föll (methods).
  • Innlestri frá lyklaborði.
  • Búlskum segðum (boolean expressions).
  • Skilyrðissetningum (conditional statements).
  • Samanburður t.d kommutalna, tákna og strengja.
  • Lykkjum (loops).
  • Hækkunar/lækkunarvirkjum (increment/decrement operators).
  • Gildisveitingarvirkja.
  • Forgangi ýmissa virkja.
  • Fylkjum og listum (arrays and lists).
  • Skráarvinnsla.
  • Grunnþekkingu á notkun Visual Studio til að halda utan um og þýða forrit. 

Nemandi skal hafa öðlast leikni í:

  • Sjálfstæðum vinnubrögðum við forritun.
  • Þýðingu og keyrslu forrita í textabundnum notendaskilum.
  • Skipulegri og mótaðri uppsetningu forrita með athugasemdum og skýringum.
  • Að fylgja réttum aðferðum við að búa til breytur, föll og klasa og skrifa læsilegan kóða.
  • Að nýta skilaboð frá vistþýðanda til að finna villur í forritumog lagfæra þær.
  • Að einangra villur í forritum með því að breyta forritslínum í
  • Athugasemdir.
  • Strengjavinnslu.
  • Að beita þeim hugtökum sem talin eru upp í þekkingarviðmiðunum í forritunarverkefnum.  

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Geta unnið sjálfstætt úr fyrirmælum um lausnir verkefna.
  • Villuleita í forritum og geta leiðrétt þau sjálfur.
  • Finna út úr forritunarverkefnum með því að því að nýta upplýsingar í kennslubókum og á netinu.
  • Verða hæfur til að takast á framhaldsáfanga í forritun. 

Undanfari: Enginn.