FJÖL3CA05 - Fjölmiðlar og stjórnmál

Í áfanganum verður megináhersla á að fjalla um stjórnmálafræði og verður fjallað um hvernig stjórnmál birtast í fjölmiðlum og hvernig fjölmiðlar hafa áhrif á stjórnmálaumræðuna hverju sinni. Lagt verður áhersla á að nemendur læri um stjórnmál með því að öðlast skilning á hugtökum greinarinnar. Einnig fá nemendur þekkingu á helstu stefnum og straumum innan stjórnmálafræðinnar og þekkingu á íslensku stjórnkerfi.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu viðfangsefnum stjórnmálafræðinnar
  • helstu hugtökum og hugmyndakerfum fræðigreinarinnar
  • íslenska stjórnkerfinu og þróun íslenskra stjórnmála
  • Alþjóðastjórnmálum og helstu stofunum innan þeirra
  • áhrifum fjölmiðla í samfélaginu til dæmis á viðhorf og hegðun einstaklinga og hugmyndina um fjölmiðla sem ,,fjórða valdið“

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Geta beita hugtökunum sem hann lærir í áfanganum
  • greina á milli ólíkra stefna og kenninga í stjórnmálafræði
  • afla sér gagna úr fjölmiðlum og greina þau og horfa á þau með gagnrýnum hætti
  • Geta hagnýtt sér fjölmiðlaumfjöllun um stjórnmál.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • nota fjölmiðla til að greina stjórnmálalega atburðarás og framvindu mála í íslensku samfélagi
  • staðsetja sig og viðhorf sín gagnvart álitamálum og stefnum í samfélaginu
  • geta útskýrt hvernig stjórnmál hafa áhrif á líf hans og aðstæður
  • geta tekið þátt í rökræðum um samfélagsleg álitamál sem upp koma í samfélaginu
  • geta fundið og notað upplýsingar úr fjölmiðlum um stjórnmál hér á landi og erlendis
  • geta útskýrt muninn á áreiðanlegum heimildum og falsfréttum.
  • geta lagt gagnrýnið mat á fjölmiðlaefni um stjórnmál.