FJÁF3CA05 - Fjármálafræði
Í áfanganum er fjallað um fjárfestingaútreikninga og aðferðir sem notaðar eru til að meta arðsemi og hagkvæmni þeirra. Farið er í gerð fjárhagsáætlunar og greiðsluflæðis. Kennd eru hugtök eins og núvirði, framtíðarvirði, nafnvextir og raunvextir, verðtrygging og verðbólga, vísitölur, ávöxtunarkrafa, næmisgreining og kostnaðarhugtök. Þá er farið í helstu tegundir verðbréfa eins og skuldabréf og hlutabréf og útreikningar á gengi og arðsemi þeirra gerðir miðað við mismunandi forsendur. Helstu markaðir eru kynntir auk almennrar fjármálasterfsemi. Þá eru helstu kennitölur í rekstri kynntar þar sem nemendur læra að þekkja mismunandi rekstrar- og fjárhagsstöðu fyrirtækja. Notast er við töflureikni (excel) í kennslu í áfanganum. Lögð er mikil áhersla á þjálfun í útreikningum og sjálfstæði nemenda í vinnubrögðum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Nemandi hefur almenna þekkingu og skilning til að flokka fjármálahugtök eftir eðli þeirra og greint niðurstöður útreikninga til ákvarðanatöku.
- Nemandi skal geta sett fram rök fyrir þeim aðferðum sem að baki liggja við greiningu fjármálagerninga.
- Nemandi skal hafa skilning á námsefninu sem gerir honum kleift að greina á milli valkosta sem í boði eru á fjármálamarkaði.
- Nemandi skal geta útskýrt helstu vaxtahugtök og þekki helstu tegundir skuldabréfa og geti reiknað greiðslur tengdar þeim.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og færni sem hann hefur aflað sér til að þekkja fjármálamarkaðinn, helstu markaðsverðbréf, og geti reiknað út með aðferðum fjármálafræðinnar vísitölur, gengi, greiðslur, innri vexti og ávöxtun.
- Nemandi skal hafa kynnst fjármálamarkaðnum t.d. með heimsóknum og raunhæfum verkefnum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Nemandi skal hafa öðlast leikni til að nýta töflureikni og þá möguleika sem hann býður upp á til útreikninga á sviði fjármála.
- Nemandi skal geta sett fram skýringar í tölum og í myndrænu formi þegar það á við.
- Nemandi geti gert fjárhagsáætlanir og átti sig á gagnsemi þeirra og geti reiknað vaxtaupphæð, framtíðarvirði höfuðstóls, núvirði höfuðstóls, vaxtaprósentu og tíma í einföldum og samsettum vaxtareikningi.
Undanfari: BÓKF1AA05 eða REKS2BA05.