FERÐ3CA05 - Ferðalandafræði útlanda

Í áfanganum eru helstu áfangastaðir í ferðaþjónustu um allan heim kynntir. Þá er sérstaklega fjallað um hinn íslenska ferðamann og hverju hann sækist eftir á ferðalögum erlendis. Farið er yfir það sem gerir áfangastaði áhugaverða í augum ferðamanna og skoðað hvað gerir hvern stað að aðdráttarafli í ferðaþjónustu. Lögð er áhersla á leikni í notkun bókunarsíða, rafrænna korta á ferðalögum auk þess að nemendur hljóta aukna þekkingu á helstu upplýsingamiðlum um áfangastaði fyrir ferðamenn um heim allan.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Ferli skipulagningar og undirbúnings ferða út í heim.
  • Fjölbreytileika ferðamanna og ólíkra þarfa þeirra í ferðaskipulagningu með tilliti til markhóps.
  • Neti samgangna um heiminn og möguleika til ferðalaga.
  • Fjölbreytileika áfangastaða og afþreyingar fyrir ferðamenn um heim allan.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Skipuleggja fjölbreytt og viðeigandi ferðalög um heiminn fyrir ólíka ferðamenn.
  • Nýta bókunarsíður, bæklinga, heimasíður og aðra miðla til upplýsingaöflunar um áfangastaði og framboð af þjónustu fyrir ferðamenn.
  • Setja fram ferðatilboð með fagmannlegum hætti.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Afla sér upplýsinga um helstu ferðamannastaði í heiminum.
  • Nota rafræn kort til að rata og finna áfangastaði á ferðalögum.
  • Nota ferðasíður og áreiðanlegar heimildir á netinu til að afla upplýsinga um einstaka áfangastaði/lönd.
  • Skipuleggja ferðir fyrir ákveðna hópa eða einstaklinga þar sem tekið er tillit til framboðs afþreyingar, þjónustu, vegalengda og ferðamöguleika.

Undanfari: Enginn.

Námsmat: Sjá kennsluáætlun.