FÉLA2BC05 - Stjórnmálafræði
Í áfanganum er stjórnmálafræði kynnt sem fræðigrein og nemendum kynntar aðferðir og viðfangsefni greinarinnar. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist skilning á helstu hugtökum sem notuð eru í fræðigreininni. Nemendur læra að greina helstu hugmyndafræðistrauma stjórnmála. Fjallað er um einkenni og forsendur lýðræðis og hvað greinir lýðræði frá einræðis- og alræðisstjórnarfari. Rakin er þróun íslenskra stjórnmála og stjórnskipunar. Fjallað er ítarlega um lýðræði, vald, mannréttindi og jafnrétti. Farið verður í íslenska stjórnmálakerfið og stjórnmálaþátttöku út frá ólíkum kenningum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Algengustu hugtökum og kenningum er einkenna fræðigreinina.
- Hvernig hægt sé að beita kenningum á ólíka þætti samfélagsins og kynnast frumkvöðla stjórnmálafræðinnar.
- Ólíkum tegundum valdi og áhrif þess á samfélagið.
- Helstu stofnunum er móta stjórnmálasöguna.
- Helstu tímabilum íslenskrar stjórnmálasögu og ástæðum breytinga.
- Stjórnmálalegri hugmyndafræði.
- Lýðræðishugtakinu.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Beita kenningum í takt við þá hugmyndafræði sem kynnt er.
- Geta greint frá helstu niðurstöðum rannsókna og tengja við kenningar.
- Geta beitt aðferðum stjórnmálafræðinnar við upplýsingaöflun, greiningu og túlkun upplýsinganna.
- Geta beitt gagnrýnni og skapandi hugsun á litróf stjórnmálanna.
- Taka þátt í lýðræðislegri rökræðu og ákvarðanatöku.
- Beita lýðræðislegum vinnubrögðum.
- Greina stjórnmálaleg álitaefni.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Bera saman kenningar, hugtök og hugmyndafræði sem hann hefur lært til að mynda sér sértæka skoðun í takt við sína siðferðisvitund sem er metið með verkefnum og eða prófi.
- Bera saman tímabil og atburði sem er metið með verkefnum og eðaskriflegu prófi.
- Rökstyðja afstöðu sína til ýmssa stjórnmálalegra atburða sem er metið með verkefnum og eða prófum.
- Draga ályktanir um ólík stjórnkerfi með því að greina helstu þróun sem orðið hefur í stjórnmálum sem er metið með verkefnum og eða prófum.
- Meta áhrif helstu rannsókna innan stjórnmálafræðinnar sem er metið með verkefnum og eða skriflegu prófi.
- Bera saman mismunandi upplýsingar um vald og lýðræði sem er metið með verkefnum og eða prófum.
- Skilgreina þörf, kröfu eða stjórnmálalegan vanda í samfélaginu og koma með lausn sem er metið með verkefnum og eða prófum.
Undanfari: FÉLA2BA05.
Námsmat: Sjá kennsluáætlun.