Nemendur læra á saumavél, sauma prufur og einfaldar flíkur. Nemendur læra að taka upp tilbúin snið úr saumablöðum. Kennt að taka mál og framkvæma einfaldar sniðbreytingar og sniðútfærslur á grunnsniðum út frá eigin hugmyndum. Unnið er með hugmyndamöppur sem innihalda vinnuáætlanir og vinnulýsingar fyrir hvert verkefni, auk þess fá nemendur þjálfun í að koma hugmyndum sínum til skila í tískuteikningum og sniðteikningum. Lögð er áhersla á að gera nemendum grein fyrir hvernig hægt er að breyta gömlum flíkum og gera nýjar flíkur úr gömlum með því að huga að sjálfbærni.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingur og skilning á:
- Þróun frá hugmynd að fullunninni flík.
- Hvernig saumavél vinnur.
- Notagildi ólíkra sporgerða og saumavélanála.
- Helstu atriðum sem hafa þarf í huga við val á sniðum og efnum.
- Mikilvægi hönnunarvinnu til að fá sem besta útkomu.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Nota saumavél við einfaldan saumaskap.
- Taka mál og nýta til að ákveða sniðastærð útfrá máltöflum.
- Taka upp snið og gera einfaldar sniðbreytingar.
- Leggja snið á efni meta stærð saumfara og klippa.
- Koma hugmyndum sýnum til skila í einfaldri tískuteikningu og/eða sniðteikningu.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Sauma einfaldar en einstakar flíkur og viðhafa vönduð vinnubrögð.
- Gera vinnulýsingu og vinnuáætlun við skipulagningu og framvindu verksins.
- Áætla magns efnis útfrá efnisbreidd og sniði.
- Nýta sér handbækur og fagblöð og kunna skil á hugmyndavinnu.
- Meta gæði handverks og efna á tilbúnum fatnaði.
Undanfari: Enginn.