ENSK3CC05 - Enska fyrir færan notanda, c1 ii

Unnið að markvissri málnotkun og rýna í lestrarefni. Aðaláhersla er lögð á að lesa, horfa og hlusta sér til gagns, rýna í efnið og beita gagnrýnni hugsun. Nemendur eru þjálfaðir í að lesa texta með tilliti til bókmenntagreiningar, málnotkunar og persónusköpunar verksins. Nemendur gera mismunandi verkefni, munnleg og skrifleg. Nemendur eru hvattir til sjálfstæðra vinnubragða auk rökstuddrar túlkunar á verkunum.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Klassískum bókmenntatextum í bland við ýmsa aðra lestexta líkt og fréttagreinar.
  • Helstu reglum við skipulag texta í inngang, fullyrðingum, meginmál og lokaorð.
  • Að nota beinar og óbeinar tilvitnanir.
  • Gagnrýnni hugsun.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Greina ólíkar gerðir bókmenntaverka og lestexta.
  • Skrifa ólíka texta og geta rökstutt mál sitt.
  • Tjá sig með skýrum, nákvæmum lýsingum um flókin málefni.
  • Beita gagnrýnni hugsun.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Setja fram sjálfstæð, rökstudd sjónarmið munnlega og skriflega.
  • Skrifa margvíslega og ólíka texta studda tilvitnunum.
  • Lesa og greina flókna ýmisskonar texta.
  • Geta beitt gagnrýnni hugusun við lestur fréttagreina og hlustun hlaðvarpa.

Undanfari: ENSK3CA05.

Námsmat: Sjá kennsluáætlun.