ENSK3CA05 - Enska fyrir sjálfstæðan notanda, b2/c1

Unnið með fjölbreytilegt lestrarefni, t.d. bókmenntaverk, tímarit og dagblöð. Unnið markvisst með almennan og sérhæfðan orðaforða. Áhersla á að auka skilning á bókmenntaverkum. Sérstök áhersla á skipulega framsetningu hugmynda í rituðu og töluðu máli. Aukin áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemenda.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Tileinka sér hagnýtan og þverfaglegan orðaforða til markvissrar notkunar í námi á efri þrepum (miðað við Academic Word List og Word Frequency Lists).
  • Tileinka sér reglur um mismunandi textagerð og skipulag texta í ritun.
  • Tileinka sér réttar aðferðir við lestur flókinna rauntexta og bókmenntatexta.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Nota og skilja fréttatengt efni og og geta fylgst með umræðum um málefni líðandi stundar.
  • Taka þátt í samræðum af nokkru öryggi og tjá sig á skipulegan, samfelldan hátt.
  • Skilja rauntexta og samtímabókmenntir.
  • Skrifa skýran, nákvæman texta á skipulegan hátt.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Túlka og lesa fjölbreytilegt lesefni, t.d. bókmenntatexta og greinar úr fagbókum og tímaritum.
  • Tjá sig á skipulegan, rökrænan og samfelldan hátt í rituðu og töluðu máli.
  • Gera grein fyrir skoðunum sínum í ræðu og riti.

Undanfari: ENSK2BB05.

Námsmat: Lokapróf og verkefnavinna.