ENSK2BB05 - Enska fyrir sjálfstæðan notanda, b2

Áhersla er lögð á að nemendur verði vel læsir á flóknari texta en áður. Þeir verða þjálfaðir í að tileinka sér grunnorðaforða vísinda og fræða, tjá hugsun sína skýrt í ræðu og riti og rökstyðja skoðanir sínar með umorðunum og útskýringum. Áhersla er lögð á vandlegan lestur texta með það fyrir augum að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Að greina og nota hagnýtan og þverfaglegan orðaforða á markvissan hátt í námi á efri þrepum (miðað við Academic Word List og Word Frequency Lists).
  • Rithefðum sem við eiga í textasmíð, m.a. um inngang, meginmál með vel afmörkuðum efnisgreinum og niðurlag.
  • Orðaforða og málfræði við lestur raun- og bókmenntatexta.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Lesa fjölbreyttar gerðir texta, bæði fræðilegar og bókmenntalegar.
  • Beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir gerð texta eða viðfangsefnis.
  • Tjá sig munnlega skýrt og hnökralaust um málefni sem hann hefur kynnt sér.
  • Tjá sig skriflega bæði á formlegan og óformlegan hátt.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Skilja fjölbreytta og flókna texta og átta sig á dýpri merkingu þeirra.
  • Tjá sig um ýmis efni með viðeigandi orðaforða og eðlilegum hraða og hrynjandi.
  • Umorða og leiðrétta sig eftir þörfum.
  • Skrifa ritgerðir og stuttar greinar með viðeigandi orðaforða og á skipulegan hátt. 

Undanfari: ENSK2BA05.

Námsmat: Lokapróf og verkefnavinna.